11. okt. - Birkifræ, bókaútgáfa, blak, Pólland og ESB, íþróttir

Share:

Morgunútvarpið

News


Í fyrra gekk ljómandi vel að safna birkifræi í þjóðarátaki þar um og nú freista Landgræðslan og Skógræktin þess að safna meiru. Mismikið virðist vera af fræi eftir landshlutum þetta árið og er biðlað til fólks sérstaklega á Norður- og Austurlandi að fara út að tína. Kristinn H. Þorsteinsson veit allt um málið og við hringdum í hann og tókum stöðuna. Nú styttist í jólabókaflóðið og við erum farin að glugga í hinar ýmsu bækur. Á dögunum kom út forvitnileg fuglabók, sem við fyrstu sýn gæti verið barnabók, en er miklu meira en það. Við fórum nánar yfir það og fleira tengt bókaútgáfunni með Kristjáni Frey Halldórssyni, verkefnastjóra hjá bókaútgáfunni Sögum. Þessa dagana taka hundruð skólabarna þátt í Skólablakinu, nýju verkefni á vegum ÍSÍ, UMFÍ og fleiri blakfélaga. Fyrsta mótið fór fram í síðustu viku og gleðin heldur áfram út mánuðinn. Elsa Gunnarsdóttir verkefnastjóri hjá Blaksambandinu er ein þeirra sem leiðir verkefnið og hún var á línunni frá Ísafirði og sagði okkur meira af blakgleðinni. Nokkuð stirt er þessa dagana á milli pólskra stjórnvalda og Evrópusambandsins, enda úrskurðaði dómstóll í Póllandi á dögunum að stjórnarskráin gangi framar lögum Evrópusambandsins. En hvað þýðir þetta í hinu stóra samhengi? Við rýndum í Evrópumálin með hjálp Auðar Ingu Rúnarsdóttur, Evrópufræðingi og stundakennara við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Svo voru það íþróttir helgarinnar, alltaf nóg um að vera í sportinu og okkar kona Helga Margrét Höskuldsdóttir mætti af íþróttadeildinni og fór yfir það helsta. Tónlist: Magnús Þór - Álfar. Eagles - Best of my love. The Cardigans - Sick and tired. Harry Styles - Golden. The Housemartins - Five get over excited - Fun fun fun. Sigríður Thorlacius - Gilligill. Paul Simon - Graceland. Biig Piig - Feels right. Sigrid - Mirror. Snorri Helgason - Ingileif.