Comedy
Gestur Spekinga þessa vikuna er hinn magnaði Margeir Vilhjálmsson, golfkennari og framkvæmdastjóri bílaleigunnar Geysis. Margeir hefur verið viðloðinn golfíþróttina frá árinu 1995, starfað við alla anga hennar og nú rómaður golfkennari. Það styttist í golfsumarið og nauðsynlegt að dusta rykið af sveiflunni og drífa sig í kennslu hjá Margeiri. Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.