1. okt.-Ormstungur,Tæknistelpur, Vatnsnesvegur, fréttir, hégómavísindi

Share:

Morgunútvarpið

News


Oddur Ingi Guðmundsson og Hjalti Halldórsson eru kennarar í Langholtsskóla, en halda auk þess úti hlaðvarpinu Ormstungum. Upphaflega settu þeir hlaðvarpið af stað til að miðla efni til nemenda sinna á Covid tímum, en verkefnið hefur síðan undið upp á sig. Þeir félagar kíktu til okkar í morgunkaffi og sögðu okkur frá því hvernig þeir nýta tæknina til að kynna Íslendingasögurnar fyrir nemendum sínum. Tæknistelpur er námskeið fyrir ungar stelpur sem langar að kynnast heimi tækninnar. Á námskeiðinu fá stelpur að kynnast forritun, tölvuleikjahönnun og ýmsu tæknitengdu. Þær læra að forrita en líka er unnið með sjálfsmynd, fyrirmyndir og valdeflingu. Þau Úlfur Atlason og Sara Isabel Sarabia Gunnlaugsdóttir komu til okkar og sögðu okkur nánar frá. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, íbúi í Húnaþingi vestra, vakti athygli á slæmu ástandi Vatnsnesvegar á Facebook-síðu sinni á dögunum. Vegurinn hefur oft ratað í fréttir í gegnum tíðina vegna slæms ásigkomulags en nú segir Guðrún að ástandið hafi aldrei verið verra. Við slógum á þráðinn til Guðrúnar. Fréttir vikunnar eru á sínum stað og verða væntanlega litaðar að niðurstöðum kosninganna. Gestir okkar að þessu sinni voru þau Dagbjört Hákonardóttir, lögfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar, og Daði Már Kristófersson, hagfræðingur og varaformaður Viðreisnar. Freyr Gígja Gunnarsson leiddi okkur svo inn í heim ríka og fræga fólksins þegar hann opnaði inn í hégómavísindahornið í lok þáttar. Þar komu Britney Spears, James Bond og Gladiator við sögu. Tónlist: Hákon - Barcelona. A-ha - Hunting high and low. Bríet - Sólblóm. Slagarasveitin - Sæludalur. FLOTT - Þegar ég verð 36. Mott the Hoople - All the young dudes.